Lýsing

5. júlí, sunnudagur

Brottför kl. 9  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23

Safnast saman í bíla ef vill.

Fararstjórn: Árni Arnsteinsson á Grjótgarði


Ekið að bænum Moldhaugum þar sem bílar eru skildir eftir og gangan hefst. Gengið er um móa og mela þar til komið er á hrygg Moldhaugnahálsins. Þaðan er háhryggnum fylgt með útsýni til beggja átta uns komið er á Litla Hnjúk (790 m hár). Þeir sem ekki vilja fara alla leið geta alltaf snúið við. Farið verður rólega og sögur sagðar á leiðinni og jafnvel farnir einhverjir útúrdúrar, allt eftir því hvað fararstjóra dettur í hug og aðstæður leyfa. Þetta er þægileg ganga upp eftir hálsinum og er síðasti spölurinn á Litla Hnjúk nokkuð grýttur. Sama leið farin til baka.


Vegalengd: 10–12 km. Gönguhækkun: 690 m allt eftir því hve hátt fólk vill fara


Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.

Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 2 skór

    Miðlungserfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir, yfirleitt 5 - 7 klst. oftast utan slóða og/eða í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.


    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Góðir gönguskór sem ætlaðir eru til dagsferða með góðum stuðningi

    Göngustafir ef vill

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt

    Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, regnföt (vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða)

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (gott að hafa orkuríkt nesti og göngunasl)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar, buff og brodda; svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í svona ferð.